Það er ætlað fyrir tvíreykt hangikjöt og einnig er hægt að nýta það fyrir hin glæsilegu spænsku hráskinkulæri sem einnig eru vinsæl á íslenskum heimilum. Hægt er að færa litla kubbinn á brettinu eftir hvað lærið er stórt. Hakið er íslenskt handverk, frá Hnyðju sem er lítið fjölskyldufyrirtæki sem leggur metnað sinn í að vera með íslenskt, umhverfisvænt handverk á sanngjörnu verði.

Hnyðja er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í nytja- og skrautmunum, sem eru að mestu unnir úr tré. Hver einasti hlutur er smíðaður af natni í höndum og lögð í hann mikil vinna og alúð í anda liðinna ára. Ávallt er leitast eftir að hafa efnivið eins náttúrulegan og umhverfisvænan og býðst hverju sinni. Þetta er þó eingöngu hugsjónavinna og hefur til dæmis ekki verið ofnæmis- eða öryggisprófað nema af fjölskyldunni sem framleiða. Olían er svokölluð „foodsafe“ olía – það er að segja olía sem má nota á eldhúsvörur og er bakteríufráhrindandi.

Hægt er skoða vörurnar á heimasíðu Hnyðju.