Hailey Bieber kynti undir þær tilgátur að ósætti enn í gangi milli hennar og söngkonunnar Selenu Gomez með innleggi á samskiptamiðlinum Instagram. Báðar hafa þær reynt að slá á sögusagnir um að þær séu ekki sáttar, en fylgendum Hailey finnst nokkuð ljóst að um augljóst skot á Selenu sé ræða.

Í innlegginu segir Hailey að passi fólk saman, þá skipti það ekki máli hvort að það átti sig á því eftir tvo mánuði eða tvö ár. Hún skrifaði að tíminn sem fólk hefur þekkst skipti ekki öllu máli, heldur hvaða karakter það hefur að geyma og hversu vel það passi saman.

Herra og frú Bieber eru sífellt í deiglunni.
Fréttablaðið/Getty

Gefur lítið fyrir lagatexta Gomez

Með þessum orðum virðist Hailey vera að vitna í lag á nýjustu plötu Selenu. Þar lýsir hún yfir í söngtexta hryggð sinni yfir því að fyrrum ástmaður hennar og núverandi eiginmaður Hailey, Justin Bieber, hafi verið kominn í arma þeirrar síðar nefndu einungis tveimur mánuðum eftir að hafa verið í sambandi með Selenu. Samband Selenu og Justin stóð yfir með hléum í tæpan áratug.

Hailey og Justin höfðu fyrst átt í sambandi í kringum jólin 2015 en það entist stutt. Endurnýjuðu þau kynnin árið 2018 og voru trúlofuð stuttu seinna.

Á nýjustu plötu sinni gerir Selena upp stormasamt samband hennar og Justin. Orðrómur var á kreiki að Hailey hafi sárnað það að Selena væri að opinbera hve illa Justin kom fram við hana, í ljósi þess að Justin sé í dag bættur maður í hennar huga.