Gunnar Nel­son og Haf­þór Júlíus Björns­son tókust á á dögunum og birti Haf­þór mynd­band af á­tökunum á Youtu­be síðunni sinni. Mynd­bandið má horfa á hér að neðan.

Þar segist Haf­þór hafa viljað prófa að glíma við Gunnar í langan tíma. „Vegna þess að margir vina minna hafa sagt að ég eigi ekki sjéns í þig á gólfinu,“ segir Haf­þór.

„Þetta vekur á­huga minn. Að sjá hvort tæknin og reynslan geti sigrast á kraftinum. Ekki bara kraftinum, heldur líkams­þyngdinni.“

Segir Gunnar að þó að styrkur Haf­þórs komi sér ekkert á ó­vart, hafi það hins­vegar komið honum á ó­vart hve klókur Haf­þór hafi verið í hringnum. „Hann nýtti þyngdina vel. Hann var ekki bara þungur og sterkur.“