Hafþór Júlí­us Björns­son kraft­lyft­ingamaður, oft kallaður Fjallið, greindi frá því á Instagram í gær að hann væri smitaður af kórónaveirunni.

Hafþór kveðst hafa byrjað að finna fyrir einkennum síðastliðinn laugardag og fór þá í sýnatöku. Hann hafði nýlega farið í skimun og fengið neikvæða niðurstöðu. Þegar niðurstaða barst úr seinni sýnatökunni reyndist hann hins vegar vera jákvæður fyrir veirunni.

„Ég hef legið í rúminu síðan,“ segir Fjallið og útskýrir að næstu tveimur vikum verði eytt í einangrun. „Þetta er ekkert grín. Farið varlega fólk. Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu.“

Fjallið birti mynd af sér með færslunni þar sem hann sést í slopp og virðist ekki vera í besta standi. „Vonandi verður heimurinn betri staður bráðum.“