Haf­þór Júlíus Björns­son og Kels­ey Hen­son eignuðust í fyrra­dag sitt fyrsta barn saman. Um var að ræða lítinn dreng sem kom í heiminn á tólfta tímanum á laugardags­morgun, að því er Haf­þór segir á Face­book.

Hann segir að klukkan sex á laugar­dags­morgun hafi Kels­ey vakið hann eftir að hún hafði misst vatnið. Þá hafi hann strax stokkið fram úr en Kels­ey beðið hann um að róa sig. Klukku­tíma síðan hringdu þau í vin sin sem ætlaði að mynda fæðinguna auk ljós­mæðra.

Eftir að ljós­mæðurnar mættu á staðinn á­kvað Kels­ey að fæða í baði þeirra Haf­þórs. Ljós­móðir hafi hins­vegar sann­fært Kels­ey um að fara upp á Fæðingar­heimili Bjarkarinnar og þar var Kels­ey á­kveðin í því að fæða í vatni.

Upp úr klukkan ellefu leit þriggja og hálfs kíló drengur svo dagsins ljós. Segir Haf­þór að nánast um leið hafi hann hringt í dóttur sína svo hún gæti heilsað upp á nýjasta fjöl­skyldu­með­liminn, sem hafi verið rúsínan í pylsu­endanum. Hann tekur fram að móður og barni heilsist báðum vel og að þau hafi þegar á­kveðið nafn á drenginn, sem þau geti ekki beðið eftir því að deila með fólki.

26.09.2020 . 6am Kelsey woke me up telling me she had been losing her water, I immediately jumped out of bed and said...

Posted by Hafþór Júlíus Björnsson - The Mountain on Sunday, 27 September 2020