Haf­þór Júlíus Björns­son og eigin­kona hans, Kels­ey Hen­son, eiga von á barni. Haf­þór, sem einnig er stundum kallaður Fjallið, sagði fylgj­endum sínum á Face­book og Insta­gram tíðindin í gær­kvöldi.

„Ég er að verða ríkari. Gæti ekki verið hamingju­samari,“ segir Haf­þór í færslunni en barnið er væntan­legt í heiminn í októ­ber­mánuði. Þetta er fyrsta barn þeirra Haf­þórs og Kels­ey en Haf­þór á fyrir dóttur úr fyrra sam­bandi.

Haf­þór verður 32 ára síðar á þessu ári en Kels­ey varð 30 ára fyrr í þessum mánuði. Þau gengu í hjóna­band árið 2018 eftir að hafa kynnst í Alberta í Kanada árið 2017.

Haf­þór er einn fremsti afl­rauna­maður heims en eins og flestir vita sló hann í gegn með leik sínum í þáttunum Game of Thrones.