Eddie Mullan, pistlahöfundur á menningardeild BBC, nefndi Hafsteinshús við Bakkaflöt 1 í Garðabæ á lista yfir topp tíu draumahús byggð á síðustu öld. Hafsteinn heitinn Ingvarsson tannlæknir og Ragnheiður Jónsdóttur myndlistarkona byggðu húsið eftir teikningu Högnu Sigurðardóttur arkitekts.

Hér má lesa grein BBC um topp 10 draumahúsin.

Hafsteinshús er eitt kunnasta verk Högnu hér á landi en hún vann með hugmyndir úr fornri íslenskri húsagerð sem efnivið í framsækinni listsköpun. Byggingin, sem hönnuð er í brútalískum byggingarstíl, var valin ein af 100 merkustu byggingum 20. aldar í norður- og miðhluta Evrópu í útgáfu alþjóðlegs yfirlitsrits um byggingarlist.

Högna Sigurðardóttir, sem lést árið 2017, var fyrsta kon­an í stétt arki­tekta til að teikna hús hér á landi.

Hér má finna myndband af Ragnheiði myndlistarkonu sýna hreyfanlegu veggina í Hafsteinshúsi.