Lífið

Haf­þór og Hen­son gengin í það heilaga og halda til Dubai

Hafþór Júlíus Björnsson og Kelsey Henson gengu í hjónaband um helgina. Hveitibrauðsdögunum eyða þau í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Hæðarmunur þeirra hjóna hefur vakið talsverða athygli. Hafþór er 2,06 metrar og Henson er 1,57 metrar.

Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson og hin kanadíska Kelsey Henson gengu í það heilaga um síðastliðna helgi. Hjónakornin nýbökuðu tilkynntu um ráðahag sinn á Instagram um helgina. 

„Það er með mikilli ánægju að ég get nú kallað Kelsey Morgan Henson eiginkonu mína,“ skrifar Hafþór Júlíus, eða Fjallið líkt og hann er oft kallaður, við fallega brúðkaupsmynd sem tekin er í íslensku landslagi. 

„Hlakka til að draga þennan stóra gaur á eftir mér það sem eftir er ævinnar,“ skrifar Henson á sína síðu og bætir við að hún muni standa með eiginmanni sínum í gegnum súrt og sætt. 

Hafþór og Henson kynntust á veitingastað í Kanada í fyrra. Henson, sem var mikill aðdáandi Hafþórs, starfaði sem þjónn á veitingastaðnum. Þau hafa vakið mikla athygli í erlendum fjölmiðlum – ekki síst fyrir þær sakir að Hafþór er 206 sentímetra hár og um 180 kíló, á meðan Henson er um 157 sentímetrar og 52 kíló. 

Hjónin eru nú á leið til Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem Hafþór tekur þátt í aflraunakeppninni Worlds Ultimate Strongman. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Kostnaður af lélegri svefnheilsu á við nýtt sjúkrahús

Lífið

Þörf fyrir fræðslu um svefn í skólum

Lífið

Skúli Mogen­sen og Gríma Björg á Sálna­safni

Auglýsing

Nýjast

Breyting á klukku myndi bæta svefn

Fimm hlutu Fjöru­verð­launin í Höfða

Kitla Ari­önu fyrir nýjasta lagið vekur blendin við­brögð

Gefur vís­bendingar um bar­áttuna gegn Thanos

Eddi­e Murp­hy mætir aftur sem afríski prinsinn

Fræga fólkið í dag og fyrir tíu árum

Auglýsing