Kraftajötuninn og leikarinn Hafþór Júlíus Björnsson er í aðalhlutverki í nýrri auglýsingu frá norska flutningsfyrirtækinu Kolonial. Í auglýsingunni ber Hafþór, sem er sterkasti maður í heimi, fullorðið fólk um í burðarbelti, líkt og um ungabörn væri að ræða.

Fyrirtækið er með þessu að auglýsa ókeypis heimsendingu.