Fólk

Hafnar­fjörður á­huga­samur um hjóla­bretta­­garðinn

Ekki er útilokað að hugmynd Steinars Lár, hjá Kúkú Campers, um hjólabrettagarð á Kársnesi í Kópavogi veri að veruleika þótt hún hafi ekki komist áfram í íbúakosningu. Enn er áhugi hjá bænum auk þess sem haft hefur verið samband við Steinarr frá Hafnarfirði.

Steinarr Lár hjá Kúkú Campers opnar mögulega hjólabrettagarðinn í Hafnarfirði eða Kópavogi Fréttablaðið/Daníel

Fréttablaðið.is greindi frá því fyrr í vikunni að vinsælli tillögu Steinars Lár, stofnanda Kúkú Campers, um hjólabrettagarð í Kársnesi hefi ekki hlautið náð fyrir augum valnefndar sem réði hvaða verkefni sem kynnt voru í íbúaverkefninu, sem kennt er við Okkar Kópavog, færu áfram í vefkosningu.

Steinarr vidi ekki sitja þegjandi undir þessu, ekki síst þar sem hann hafði lýst sig tilbúinn til þess að standa undir helmingi áætlaðs kostnaðar við brettagarðinn og leggja fram fimm milljónir króna til verkefnisins.

„Strax eftir að fréttin birtist hjá Fréttablaðinu og margir Kópavogsbúar höfðu deilt henni hafði fékk ég tölvupóst frá Kópavogsbæ þar sem ég var beðinn velvirðingar á því að svarið sem ég fékk þegar verkefninu var hafnað hafi ekki verið alveg rétt orðað,“ segir Steinarr.

Í tölvupóstinum segir einnig:

„Allar hugmyndirnar sem söfnuðust í haust og komust ekki áfram í kosningu verða skoðaðar í öðrum verkefnum á vegum bæjarins og því hefur ekkert verið útilokað. Hugmyndin þín var vinsæl og fékk mikið fylgi og auk þess komu fleiri svipaðar hugmyndir sem varða hjólabrettaíþróttina sem segir okkur að áhuginn á betri aðstöðu fyrir hjólabrettafólk er greinilega til staðar.“

Steinarr Lár svaraði um hæl, þakkaði fyrir skjót svör og óskaði eftir fundi til þess að ræða möguleikann á brettagarðinum frekar. Sá fundur hefur verið bókaður á bæjarskrifstofunum í byrjun næsta mánaðar.

Hyggst hitta fulltrúa í Hafnarfirði

„Í millitíðinni hafði Ása Sigríður Þórisdóttir, framkvæmdarstjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar, samband og vildi kanna áhuga minn á að flytja verkefnið til Hafnarfjarðar þar sem ég er með nokkur af mínum fyrirtækjum. Það er auðvitað gleðilegt að finna áhuga annarra sveitarfélaga sem eykur líkurnar á því að verkefnið verði að veruleika.

Ég hyggst hitta fulltrúa beggja sveitarfélöganna og ræða möguleikana. Fyrir mér snýst þetta um að sem flestir fái að njóta, þetta fái að standa sem lengst og sé í sátt við nærumhverfið.“

Steinarr Lár og hjólabrettin Fréttablaðið/Daníel

Lætur ekkert stoppa sig

Steinarr er alinn upp í Kópavogi og er ánægður með viðbrögð bæjarins við umkvörtunum hans. „Kópavogsbær á hrós skilið fyrir að bregðast fljótt við og ég er spenntur að hitta þau. Þau finna vilja bæjarbúa og það er ánægjulegt að sjá þau mæta þeim vilja með fundi. Hvort það sé bara til að sefa málið kemur svo í ljós en þá er Hafnarfjörður klár,“ segir Steinarr sem telur sig standa uppi með pálmann í höndunum.

„Mér líður svona eins og þegar tvær sætustu stelpurnar vildu vanga við mig við lokalagið á diskóinu í Snælandsskóla árið 1995. Já lagið var auðvitað Nothing Compairs 2U með Sidney O’Connor. Ég ætla að byggja þetta skatepark og þegar ég er ákveðinn í að framkvæma þá læt ég ekkert stoppa mig.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Kópavogur hafnaði brettagarði Steinars í Kúkú

Fólk

Freistandi konudagsréttir

Kynningar

„Finnst eins og ég sé að finna mig aftur“

Auglýsing

Nýjast

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Margt er gott að glíma við

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Upplifa enn mikla skömm

Auglýsing