Við Suðurgötu 88 í Hafnarfirði er björt og vel skipulögð fjögurra til fimm herbergja íbúð með sér inngangi föl fyrir 89,9 milljónir krónur.

Eignin er skráð 115,2 fermetrar að stærð, að auki er níu fermetrar herbergi óskráð inn í heildar fermetrafjölda.

Íbúðin samanstendur af þremur rúmgóðum svefnherbergjum, auk óskráða rýmisins, björtu og opnu alrými sem samanstendur af stofu og borðstofu, eldhúsi, þvottahúsi, baðherbergi og geymslu.

Í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Fréttablaðsins segir að eignin sé samtals 125 fermetrar að stærð ef loftrými og geymsla væru meðtalin inn í fermetra töluna.

Fallegt útsýni er úr íbúðinni auk þess er gróinn sameiginlegur garður við húsið,

Gengið inn í opið og rúmgott miðrými sem leiðir inn í allar vistarverur og alrými.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
WiFi dyrabjallla með snjallforriti og öryggiskerfi fylgir.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Opið og bjart alrými með mikilli lofthæð og útgengi út á suður svalir með fallegu útsýni út yfir bæinn og fjörðin. Screen gluggatjöld í gluggum.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
í eldhúsi er vönduð viðar innrétting. Hvítar "subway" flísar á milli skápa og flíasr á gólfi.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Rúmgott með parketi á gólfi og góðum fataskáp.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Rúmgott og bjart barnaherbergi.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Yfir holi er 9 fermetra óskráð herbergi með parketi á gólfi.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Afar hugguleg skrifstofuaðstaða.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf í tímalausum stíl.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Þvottahús er innan íbúðar með góðri innréttingu og skápaplássi.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Stór og fallega gróin sameiginlegur garður.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun