Her­toga­ynjan af Sus­sex, Meg­han Mark­le, segir að hún hafi ekki getað rætt við Opruh Win­frey árið 2018 í að­draganda brúð­kaups síns og Harry Breta­prins vegna bresku konungs­fjöl­skyldunnar og skilyrða hennar. Þetta kemur fram í nýrri og síðustu klippunni úr við­tali hennar við Opruh, sem sýnt verður á sunnu­dag. Klippuna má horfa á neðst í fréttinni.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá nötra heimar konungs­fjöl­skyldunnar nú vegna við­talsins og þess sem Meg­han og Harry munu greina frá. Slúður­miðlar keppast við að full­yrða að kergja milli Vil­hjálms og Harry sé nú mikil og segir Meg­han hjá Opruh að konungs­fjöl­skyldan hafi dreift ó­sannindum um hjónin.

Í við­talinu spyr Oprah Meg­han meðal annars að því hvers vegna hún hafi á­kveðið að stíga fram á þessum tíma­punkti og segja sína sögu. „Við erum á hinni hlið mikillar lífs­reynslu og þess sem hefur gerst,“ segir her­toga­ynjan meðal annars.

„Við getum núna tekið okkar eigin á­kvarðanir,“ segir Meg­han. Hún segist ekki hafa haft neitt val þegar hún og Harry voru á mála hjá konungs­fjöl­skyldunni. „Ég hafði ekkert val.“ Þá út­skýrir Oprah í við­talinu að hún hafi sóst eftir við­tali við Meg­han í febrúar eða mars 2018, fyrir brúð­kaup hennar. Meg­han hafi svarað henni að það hafi ekki verið „réttur tími.“

Meg­han út­skýrir þá að konungs­fjöl­skyldan hafi ekki gert henni kleyft að ræða við neinn án þess að hafa full­trúa sinn með. „Ég gat ekki sagt já við þig þá, ég hafði ekkert val,“ segir hún.

„Sem full­orðinn ein­stak­lingur sem lifði mjög sjálf­stæði lífi var öðru­vísi að verða þátt­takandi í þessu heldur en ég held að fólk hafi í­myndað sér þetta og það er mjög frelsandi að hafa réttinn og for­rétindin til þess að geta sagt; „Já, ég er til­búin til þess að tala,“ að geta tekið þína eigin á­kvörðun og talað fyrir sjálfan þig.“