„Ég veit ekki hver stendur á bak við til­boðið, sem kom frá nafn­lausum Face­book-að­gangi, en ég held að ég hafi sirka­bát sigtað út hver þetta er. Þetta er ein­hver sem stjórnar nokkrum hópum sem hafa flestir sama með­stjórnandann,“ út­skýrir Óskar.

Er þetta ein­hver vafa­samur aðili?

„Nei, nei, þetta virðist bara vera ein­hver strákur í Há­skólanum í Reykja­vík, við­skipta­fræðingur eða eitt­hvað. Svo spjallaði ég við strák sem stjórnar öðrum stórum hóp, Borð­spil til Sölu/skiptis og hann hafði fengið svipað til­boð,“ segir hann.

Óskar segist ekki hafa hug­mynd um hver til­gangurinn gæti verið en mögu­lega sjái við­komandi gróða­tæki­færi í Face­book-hópunum.

„Ég talaði að­eins meira við hann í gær og á endanum neitaði ég að nefna upp­hæð en hann bauð þá hundrað þúsund.“

Hann segir að í risa­hópum séu stundum seldar aug­lýsingar og önnur skilti. „En annars get ég ekki í­myndað mér að það sé eitt­hvert virði í þessu.“

Til­finningar í spilunum

Að­spurður hvort hann hyggist selja spila­hópinn segir Óskar: „Ef það væri ein­hver eðli­leg leið til að gera þetta þá kannski, en ég held að maður hlæi bara að þessu. Þetta hljómar 110 prósent eins og eitt­hvert svindl sem enginn gengur heill frá.“

Óskar vinnur í Nexus aðra hverja viku og segir alltaf jafn mikið að gera þar sem vita­skuld má finna á­gætt úr­val borð­spila.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Óskar skýtur því að að hann hafi fyrir til­viljun orðið stjórnandi í öðrum Face­book-hópi, hópnum „Menningar­á­tökin“. „Ég var svona að gæla við að bjóða honum hann bara í staðinn,“ segir Óskar léttur í bragði.

Hann viður­kennir að til­finningar séu í spilinu, enda stofnaði Óskar borð­spila­hópinn sjálfur. „Ég á svona megnið af póstunum þarna inni og ef ég hætti að sjá um hópinn og halda uppi spjallinu þá er ekkert brjáluð virkni þarna inni svona án mín, það er að segja reglu­legir póstar og kynningar, sem ég sé um.“

Spila­fram­tíðin björt

Óskar vinnur í Nexus aðra hverja viku og segir alltaf jafn mikið að gera þar sem vita­skuld má finna á­gætt úr­val borð­spila. „Það hefur verið svo­lítil breyting núna. Þessi hobbí­spil, þar sem 3-5 voru að hittast og spila eitt­hvað al­var­legt í heilt kvöld, það hefur svo­lítið pólarí­s­erast, en fjöl­skyldu­spil og partí­spil hafa rokið upp úr öllu valdi.“

Óskar segir litlu spilin rjúka út. „Fólk er að kaupa þessi spil eins og Secret Hitler, Resistance og Cards Against Humanity og svo kemur fólk aftur að leita að ein­hverju öðru. Það eru fjöl­skyldur sem eru að spila meira við börnin sín og pör sem eru að spila meira saman.“