Banda­ríski auð­jöfurinn Bill Gates er sagður hafa átt í ástar­sam­bandi við starfs­mann Micros­oft fyrir­tækisins fyrir hart­nær tuttugu árum. Hann hafi verið látinn stíga til hliðar í fyrra vegna rann­sóknar á sam­bandinu.

Þetta kemur fram í um­fjöllun Wall Street Journal. Þá kemur fram í New York Times að auð­jöfurinn hafi „reynt við“ nokkrar konur innan vé­banda fyrir­tækisins og góð­gerðar­sjóðs þess og hafi fengið á sig orð­stýr fyrir að vera „ó­við­eig­andi í að­stæðum sem tengjast vinnu.“

Kemur fram í frétt Wall Street Journal að Gates hafi verið látinn stíga til hliðar úr stjórn fyrir­tækisins árið 2019 vegna sam­bandsins við verk­fræðing í fyrir­tækinu, sem talið var ó­við­eig­andi. Segir að innan­húss­rann­sókn standi yfir vegna málsins.

Bridgitt Arn­old, tals­kona Gates þver­tekur hins­vegar fyrir að brott­hvarf hans úr stjórninni tengist þeirri rann­sókn. „Það var sam­band fyrir næstum tuttugu árum sem endaði vin­sam­lega. Á­kvörðun Bill um að hætta í stjórninni var ekki skylt þessu máli,“ segir Arn­old.

Vin­áttan við Ep­stein hafi gert út­slagið

Í um­fjöllun New York Times kemur fram að það hafi verið vin­átta Bill Gates við auð­jöfurinn Jef­frey Ep­stein sem helst hafi farið fyrir brjóstið á Melindu Gates, eigin­konu hans í fjölda ára. Þau skildu fyrr í þessum mánuði eftir 27 ára hjóna­band.

Ep­stein lést í ágúst 2019 í fanga­klefa sínum. Hann hafði setið rúman mánuð í varð­haldi vegna gruns um um­fangs­mikla kyn­lífs­þrælkun gegn ungum konum. Segir í frétt banda­ríska miðilsins að Bill hafi haldið á­fram að vera í sam­bandi við Ep­stein eftir að hann hafði verið hand­tekinn vegna málsins.

Segir í frétt New York Times að ó­ljóst sé hve mikið Melinda vissi um hegðun eigin­manns síns í vinnunni. Vin­áttan við Ep­stein hafi hins­vegar farið fyrir brjóstið á henni. Eftir að fréttir bárust al­heiminum af vin­áttu auð­jöfranna í októ­ber 2019 er Melinda sögð hafa rætt við lög­fræðinga sína um að undir­búa skilnað.