Spá- og at­hafna­konan Sig­ríður Klin­gen­berg betur þekkt sem Sigga Kling mun snúa aftur úr sumar­fríi með hið Partý-Bingóið sitt á veitinga­staðnum Sæta Svínið á sunnu­daginn.

Bæði fyrir og eftir Co­vid-19 hefur við­burðurinn verið einn sá vin­sælastir í mið­bæ Reykja­víkur á sunnu­dögum og má búast við að hann verði vel sóttur á morgun eftir sumar­frí.

Sigga hefur lengi vel átt það til að hafa gest með sér til að halda uppi stuðinu og verður það tón­listar­maðurinn Haffi Haff að þessu sinni.