„Ég tók ekkert sérstaklega vel í þetta,“ segir rithöfundurinn Óskar Guðmundsson um þá stund þegar honum var óvænt boðið hlutverk pyntarans Jürgens í Leynilöggu.

Þrátt fyrir hikið gáfust leikstjórinn Hannes Þór Halldórsson og félagar ekki upp, enda var Óskar talinn smellpassa í hlutverk pyntarans sem gerir aðalpersónum myndarinnar lífið leitt.

„Ég var talinn hafa útlitið í þýskan pyntingameistara, svo var ég í námi í Þýskalandi og átti því að geta neglt hreiminn,“ segir Óskar hlæjandi. Hann segir efasemdirnar ekki hafa horfið á tökudag.

„Ég var viss um að þau myndu eyða þessu því mér fannst þetta ganga mjög illa hjá mér,“ útskýrir Óskar.

Það gerðist ekki, en trú Hannesar og félaga á þýskum hreim Óskars gufaði hins vegar upp.

„Ég var á endanum talsettur á snilldarlegan hátt, sem er drepfyndið vegna þess að ég var bara fenginn í hlutverkið út af þýska hreimnum,“ segir Óskar, sem segist alsæll með hlutverkið, þrátt fyrir að vera öllu vanari því að skrifa bækur en að leika í myndum.

„Ég sé alls ekki eftir því að hafa tekið þátt, ég var sjálfur að dunda mér í kvikmyndagerð á mínum yngri árum og þetta var algjörlega frábær lífsreynsla