Að­dá­endur hafa stór­kost­legar á­hyggjur af tón­listar­manninum Phil Collins sem upp­lýsti um það í við­tali í morgun­þætti BBC í morgun að hann geti varla haldið á trommu­kjuða lengur.

Tón­listar­goð­sögnin sem selt hefur meira en 250 milljónir plata síðustu ár hefur undan­farin ár átt við heilsu­fars­vanda­mál að stríða. Þar hefur tauga­kerfið verið að stríða söngvaranum og þá hefur hann jafn­framt þjáðst af bris­kirtils­bólgu.

„Líkaminn gerir mér erfitt fyrir sem er mjög þreytandi því ég væri til í að geta spilað með syni mínum,“ segir sjö­tugi söngvarinn.

Að­spurður segir Collins að hann geti ekki spilað á upp­á­halds hljóð­færið sitt, trommurnar. „Nei, ég myndi elska það en ég get varla haldið á trommu­kjuða.“

Breska götu­blaðið The Sun lýsir því að að­dá­endur Collins og hljóm­sveitar hans Genesis hafi miklar á­hyggjur af honum. „Elsku kallinn lítur ekki nægi­lega vel út, ég hef miklar á­hyggjur,“ skrifar einn á Twitter.