Hafa plastagnir og önnur efni sem borist hafa í vatnið ein­hver á­hrif á líkamann?

Hvað varðar plastagnir í vatni þá er það ört stækkandi vanda­mál en engar vísinda­legar sannanir eru fyrir því að plastagnir geti haft skað­leg á­hrif á heilsu manna enn sem komið er.

Menn eru þó sam­mála um að það hljóti að geta valdið skaða ef plast safnast upp í vefjum líkamans í ein­hverjum mæli en ekkert er vitað til dæmis um hversu mikið þyrfti til að valda skaðanum né hver hann ná­kvæm­lega yrði.

Sýnt hefur verið fram á marg­vís­legan skaða vegna microagna af plasti aðal­lega í sjávar­dýrum en frekari rann­sóknir þarf að gera til þess að sýna fram á skað­semi fyrir menn, hægt er að lesa sér betur til um plast og marg­vís­leg mengunar­á­hrif þess hér.

Með kveðju

Guð­rún Gyða Hauks­dóttir, hjúkrunar­fræðingur