Meg­han Mark­le hyggst eiga annað barn sitt og Harry Breta­prins heima fyrir. Hjónin eiga von á stúlku snemma í sumar og verður barnið það fyrsta innan konungs­fjöl­skyldunnar til að fæðast á amerískri grundu.

Frá þessu greinir banda­ríski miðillinn Page Six. Hann full­yrðir að Meg­han hafi viljað fæða fyrsta barn þeirra hjóna, Arcie, á heimili þeirra í Bret­landi en hún hafi verið flutt á einka­spítala í London þegar hún var komin eina viku fram yfir settan fæðingar­dag.

Hjónin hafa keypt sér setur í Kali­forníu í Banda­ríkjunum á 14,5 milljónir Banda­ríkja­dala, eða um tæpa tvo milljarða ís­lenskra króna, eftir að hafa sagt sig frá öllum em­bættis­störfum fyrir bresku konungs­fjöl­skylduna.

Í við­tali sínu hjá Opruh Win­frey, sem birtist í síðasta mánuði og vakti mikla at­hygli, til­kynntu þau að þau myndu eignast stúlku.