Banda­ríski leikarinn Armi­e Hammer hefur á­kveðið að hætta við að leika aðal­hlut­verkið í kvik­myndinni Shotgun Wedding á móti Jenni­fer Lopez. Á­stæðan segir hann að sé ill­vkittnar á­rásir gegn sér á net­miðlum, að því er fram kemur á vef Varie­ty.

Þar kemur fram að skjá­skot af meintum skila­boðum Hammer af Insta­gram hafi skyndi­lega farið í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum síðustu helgi. Þar leit meðal annars út fyrir að leikarinn hefði viður­kennt að hann væri mann­æta og að hann væri til í að drekka blóð þess sem fékk skila­boðin.

Skjá­skot af meintum skila­boðum leikarans má sjá hér að neðan en í frétt breska slúður­miðilsins DailyMa­il segir að kona nokkur með Insta­gram að­ganginn Hou­se of Effi­e hafi farið að dreifa skjá­skotunum síðustu helgi. Full­yrðir konan að leikarinn hafi sent sér skila­boðin milli októ­ber 2016 og febrúar 2020.

„Ég er 100% mann­æta. Ég vil borða þig,“ á leikarinn að hafa sent konunni. Hann á þá næst að hafa viður­kennt að hann hafi aldrei sagt slíkt áður. „Ég verð að drekka blóðið þitt. Hvers vegna þessi fjar­lægð?“ á hann einnig að hafa sent henni.

Í til­kynningu segist Hammer ekki ætla að tjá sig um skila­boðin, um sé að ræða hel­bert bull. „Ég mun ekki svara þessum fá­rán­legu stað­hæfingum en í ljósi þessara ill­gjörnu net­á­rása gegn mér, get ég ekki með góðri sam­visku yfir­gefið börnin mín í fjóra mánuði til að taka upp kvik­mynd í Dóminíska lýð­veldinu,“ segir leikarinn.

Hann segist þakk­látur fyrir stuðning Lions­gate kvik­mynda­versins, fram­leiðanda myndarinnar. Haft er eftir tals­manni fyrir­tækisins að Hammer hafi sjálfur beðið um að fá að stíga til hliðar og að fyrir­tækið hafi orðið fyrir því.

Instagram/Skjáskot