Kvikmyndahús í Kalifórníu hætti við sýningar á kvikmyndinni Joker, með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki, eftir að lögreglu barst tilkynning um „trúverðuga ógn.“

Lögregluþjónar mættu á vettvang og ráðlögðu forstöðumönnum kvikmyndahússins að hætta við allar sýningar dagsins til öryggis. Málið er enn í rannsókn.

Lögreglan hefur ekki veitt upplýsingar um hvers kyns ógn væri að ræða en fregnir hafa borist af sam­ræðum á dul­net­inu sem benda til þess að skotárás sé áætluð í tengsl­um við sýn­ing­ar á mynd­inni. Í kjölfarið tóku mörg banda­rísk kvik­mynda­hús upp á því bannað grím­ur, bún­inga og and­lits­máln­ingu á sýn­ing­um af ör­ygg­is­ástæðum.

Tólf létu lífið og um 40 særðust í skotárás í kvikmyndahúsi í Colorado í Bandaríkjunum árið 2012 þegar verið var að frumsýna nýjustu Batmanmyndina, The Dark Knight Rises, í bíóhúsinu.

Íslenska tón­skáldið Hildur Ingveldar­dóttir Guðna­dóttir samdi tónlistina fyrir kvikmyndina. Tónlistin var samin áður en kvikmyndin var tekin upp og er hún sögð hafa haft mikil áhrif á hvernig Phoenix túlkaðu hlutverkið.

Kvikmyndagagnrýndur hafa hampað myndinni og segja hana sláandi og ógnvekjandi.