Elísa­bet Bret­lands­drottning hefur hætt við fyrir­hugaða ferð sína til Norður-Ír­lands sem hún átti að halda í í dag. Þetta gerir hún með semingi, að læknis­ráði.

BBC greinir frá þessu í stuttri frétt. 95 ára gamli þjóð­höfðinginn átti að halda til Norður-Ír­lands í dag en um var að ræða tveggja daga ferða­lag.

Í til­kynningu frá drottningunni segir að henni hafi verið ráð­lagt að hvíla sig næstu daga. Hún hafi því fallist á það ráð með semingi þó.

Drottningin mun því dvelja á heimili sínu í Windsor kastala næstu daga. Er samt sem áður búist við því að hún muni mæta til loft­lags­ráð­stefnunnar COP26 í Glas­gow í Skot­landi síðar í þessum mánuði.