Leikarinn Matt Damon ljóstraði því upp í við­tali við Sunday Times í Bret­landi að hann hafi að­eins ný­lega hætt að nota reglu­lega niðrandi orð um sam­kyn­hneigða. Það gerði hann eftir að dóttir hans benti honum á að orðið væri niðrandi og að það væri ó­á­sættan­legt að hann notaði þetta orð, þó það væri „í gríni“.

Í við­talinu segir Damon að orðið hafi verið al­gengt þegar hann var að alast upp, en í öðrum skilningi.

Hann sagði að dóttir hans hafði reiðst honum þegar hann notaði orðið og skrifað honum langt bréf um það hvers vegna orðið sé hættu­legt. Hann hafi í kjöl­farið á­kveðið að hætta að nota það.

Viður­kenning hans hefur ekki vakið mikla á­nægju meðal fólks og hefur fjöldi gagn­rýnt hann á sam­fé­lags­miðlum.

Tví­kyn­hneiðgni grín­istinn Tra­von Free furðar sig á því að Damon hafi að­eins ný­lega komist að því að orðið væri ekki á­sættan­legt og að hann hafi heyrt það hjá barni.

„Fyrir nokkrum mánuðum. Nokkrum mánuðum“.

Leikarinn Billy Eichner segir í sinni færslu að hann vilji vita hvaða orð Damon ætli að nota í staðinn.

Ekki er um að ræða fyrsta sinn sem skoðanir Damon á hin­segin fólki eru til um­ræðu en árið 2015 sagði hann í við­tali við Guar­dian að sam­kyn­hneigðir leikarar væru betri leikarar ef þeir töluðu ekki opin­ber­lega um einka­líf sitt. Greint er frá á Guardian.

Hér að neðan má sjá fleiri við­brögð.