Lykil­menn Game of Thrones þáttanna þeir David Beni­off og DB Weiss eru hættir við að leik­stýra og fram­leiða nýjum Star Wars þrí­leik og ætla þess í stað að ein­beita sér að verk­efnum sínum fyrir Net­flix, að því er fram kemur á vef Guar­dian.

Skrifað var undir samninga á milli þeirra og fram­leiðslu­fyrir­tækisins Lucas­film í febrúar árið 2018. Fyrr á þessu ári gerðu þeir hins vegar risa­samning við Net­flix streymis­veituna um að skrifa, fram­leiða og leik­stýra nýju efni.

„Það eru bara á­kveðið margir klukku­tímar í sólar­hring og okkur fannst við ekki geta gert rétt fyrir bæði Star Wars og Net­flix verk­efnin okkar,“ segja þeir í sam­eigin­legri yfir­lýsingu. Þá sögðust þeir elska Star Wars og þakkaði Kat­hleen Kenne­dy, for­stjóri fyrir­tækisins, þeim fyrir sam­starfið.

Ekki er víst hvað verður um um­ræddan þrí­leik eða hversu langt hann var á veg kominn. Ljóst er að Lucas­film hefur í nógu að snúast en Rian John­son, leik­stjóri Last Jedi, er meðal annars með þrí­leik í pípunum og þá eru sjón­varps­þættirnir Manda­l­orian og Obi Wan Kenobi væntan­legir á Dis­n­ey+.