Tón­listar­maðurinn Aaron Car­ter og kærasta hans, Melani­e Martin, eru hætt saman að­eins viku eftir að frum­burður þeirra, Prince Lyric Car­ter, kom í heiminn.

Page Six greinir frá þessu og vísar í færslu Aarons á Twitter.

Car­ter og Melani­e höfðu gengið í gegnum ýmis­legt áður en Prince kom í heiminn og missti Melani­e til dæmis fóstur sumarið 2020.

Í færslu á Twitter-síðu sinni sakaði Car­ter fyrr­verandi kærustu sína um á­kveðin svik sem tengjast fjöl­skyldu hans. Sagði hann að Melani­e hefði farið á bak við hann með því að eiga í sam­skiptum við systur hans, Angel, en þau syst­kinin hafa eldað grátt silfur saman undan­farin misseri.

Í færslu sinni sagðist hann miður sín vegna málsins. Engin önnur leið væri þó fær en þau færu sitt í hvora áttina.