Placido Domingo er einn fjölmargra Spánverja sem greinst hefur með COVID-19 veiruna en hann greindi frá þessu í færslu á facebook-síðu sinni. Þessi 79 ára gamli óperusöngvari segir í færslunni að honum og fjölskyldug hans heilsist hins vegar vel.

Kristján Jóhannsson, félagi Domingo og kollegi, vildi senda honum batakveðju í gegnum facebook en Kristján gerði það gerði það í gegnum innlegg annars óperusöngvara, Kristins Sigmundssonar, í grúppunni Rabb um klassíska tónlist.

Kristinn bendir honum góðfúslega á það í svari við atugasemd Kristjáns að telja verði ósennilegt að þessi kveðja skili sér alla leið til Domingo þar sem hann sé ekki meðlimur í grúppunni.

Haukur Viðar Alfreðsson bendir á þetta skemmtilega tveggja turna tal á twitter-síðu sinni.

Placido Domingo er smitaður af kórónaveiruunni.
Fréttablaðið/Getty