Rit­höfundurinn María Elísa­bet Braga­dóttir vakti mikla at­hygli fyrir fyrstu bók sína, smá­sagna­safnið Her­bergi í öðrum heimi. Hún hefur nú sent frá sér nýja bók, safn þriggja saga sem ber titilinn Sápu­fuglinn. Að sögn höfundar varð bókin til nokkuð ó­vænt.

„Ég hafði ekkert hugsað mér endi­lega að gefa þetta út. Þetta er líka bara ó­venju­legt kon­sept þannig að ég held að það hafi eigin­lega verið hug­myndin hans Einars Kára, út­gefanda míns. Hann vissi að ég væri með þetta og sagði að það væri kannski skemmti­legt að gefa út eitt­hvað lítið og skrýtið,“ segir María Elísa­bet.

Sápu­fuglinn saman­stendur af þremur sögum. Fyrstu tvær sögurnar, Til hamingju með af­mælið og titil­sagan Sápu­fuglinn, eru af svipuðum meiði; raun­sæis­legar sögur sem gerast í sam­tímanum á meðan sú þriðja, Dvergurinn með eyrað, sker sig úr sem súrrealísk saga með ævin­týra­legri fram­vindu.

„Mér finnst alveg vera ein­hvers konar stig­mögnun í bókinni í ein­hverjum skringi­leika. Ég hugsaði með mér að þriðja sagan, Dvergurinn með eyrað, myndi ekki vera allra og ég var ekki einu sinni viss um að hafa hana með en svo sann­færði Einar Kári mig um það og þá varð hún ó­missandi,“ segir hún.

Á skrýtnum stað í lífinu

Spurð um hvernig hún myndi lýsa titil­sögunni, Sápu­fuglinum, segir María Elísa­bet:

„Þetta er saga um stelpu, unga konu, sem er ný­búin í mennta­skóla og er á svo­lítið skrýtnum stað í lífinu. Hún er einka­barn for­eldra sinna sem eru að skilja og verður ást­fangin af konu sem er þrettán árum eldri en hún. Ég vil svo sem ekki segja ná­kvæm­lega um hvað sagan er og kannski get ég það ekki einu sinni. En þessi saga kom fyrst til mín sem ein­hvers konar dýnamík á milli þeirra tveggja og síðan þriggja, þetta er smá eins og af­kára­legur ástar­þrí­hyrningur, því það er þarna önnur eldri vin­kona. Hún er allt í einu komin inn í full­orðins­líf en stendur samt líka utan við það.“

Unga konan sem er sögu­maður Sápu­fuglsins stendur einnig á tíma­mótum með sína kyn­verund og er að upp­götva að hún sé eikyn­hneigð. María Elísa­bet segir söguna hafa að miklu leyti orðið til út frá karakt­ernum sem hafi komið til hennar mjög náttúru­lega.

„Ég bara treysti þessari stelpu til að leiða mig á­fram. Mér fannst ég ná ein­hverjum heiðar­legum tóni með henni og fannst hún vera svo sönn manneskja. Í sögunni er minnst á bóm­ullar­kyn­slóðina, kyn­slóð sem er svo við­kvæm og höndlar ekkert, en mér finnst ekki fótur fyrir þessum stimpli. Aðal­per­sónan er að mínu mati ekki vafin inn í neina bóm­ull heldur hefur ærið verk­efni fyrir höndum og mér finnst hún vera al­gjör nagli.“

Ég held að í góðum skáld­skap sé alltaf hægt að finna ein­hverja fíló­­sófíu, en mér finnst hún koma bara náttúr­lega frekar en að ég setjist niður og á­kveði að skrifa um það.

Vinnur út frá til­finningu

Þegar þú skrifar skáld­skap ferðu þá í rann­sóknar­vinnu og skoðar á­kveðin þemu eða skrifarðu al­gjör­lega eftir til­finningu?

„Nei, ég er eigin­lega ekki að pæla í á­kveðnum þemum. Þemun eru frekar eitt­hvað sem ég skil­greini eftir á til að lýsa bókinni í markaðs­legum til­gangi. Ég hef þörf fyrir að fylgja eftir til­finningu og gera henni skil, frekar en að það sé yfir­lýst þema, hug­mynda­fræði eða hugsun sem ég vil koma á­leiðis. Það er eigin­lega aldrei þannig.“

Þótt María Elísa­bet vinni ekki gagn­gert með hug­mynda­fræði eða heim­speki í sínum skrifum viður­kennir hún þó að í öllum góðum skáld­skap megi greina stórar hug­myndir.

„Ég held að í góðum skáld­skap sé alltaf hægt að finna ein­hverja fíló­­sófíu, en mér finnst hún koma bara náttúr­lega frekar en að ég setjist niður og á­kveði að skrifa um það. Þess vegna eru kannski höfundar oft ekkert best til þess fallnir að túlka bækurnar sínar,“ segir hún.

Kristín Þorkelsdóttir veitti ráðgjöf við kápuhönnun Sápufuglsins sem er byggð á teikningu eftir eiginmann hennar Hörð Rafn Daníelsson frá 1984.
Kápa/Arnar Ingi

Kápu­teikning frá 1984

Kápa bókarinnar á sér skemmti­lega bak­sögu en Kristín Þor­kels­dóttir, einn þekktasti hönnuður Ís­lands, veitti Maríu Elísa­betu og út­gef­endum hennar hjá Unu út­gáfu­húsi ráð­gjöf við kápu­hönnun. Myndin á kápunni var teiknuð af eigin­manni Kristínar, Herði Rafni Daníels­syni, árið 1984.

„Við fórum og hittum hana sem var mjög skemmti­legt og mikill heiður að fá að kynnast henni. Hún sagðist vera hrifin af titlinum og það gæti verið spennandi að vinna kápu í kringum hann. Hún var okkur innan handar við hönnunina sem var dýr­mætt. Það var til dæmis hún sem stakk upp á því að nota þennan fugl sem er teiknaður af manninum hennar,“ segir María Elísa­bet.

„Þetta var held ég teiknað með tússlitum fyrir barna­börnin. Hún kom allt í einu bara með litla dós sem var full af fugla­myndum. Það var magnað. Allir þessir ein­stöku og fal­legu fuglar og mér fannst þeir al­gjörir sápu­fuglar. Fuglinn sem varð fyrir valinu passar sögunni vel, hann er fagur en líka á­gengur.“