Lífið

Gylfi yrkir um hatur, búrkur og Hall­­dór Auðar

Gylfi Ægis­son hefur brugðist við gagn­rýni Píratans Hall­dórs Auðar á búrku­bann í Dan­mörku með kvið­lingi sem hverfist um „hatur í hjarta“ fyrr­verandi borgar­full­trúans.

Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson hefur undanfarið haslað sér völl með rammpólitískum kviðlingum á Facebook og í athugasemdum við fréttir vefmiðlanna. Hann hlífir hugmyndafræðilegum andstæðingum sínum hvergi og meðal þeirra sem hafa fengið að kenna á kveðskap hans undanfarið eru Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, og Jón Kalman rithöfundur.

Gylfi, sem hefur ekki farið leynt með andúð sína á fjölmenningu og stuðning sinn við Íslensku þjóðfylkinguna, brást nýlega harkalega við gagnrýni Halldórs Auðar á bann við búrkum í Danmörku.

Halldór sagði búrkubannið vera „rökleysu“ þar sem „refsilöggjöf snýst eðli málsins samkvæmt aldrei um umhyggju í garð þeirra sem hún beinist gegn, sama þó reynt sé að klæða hana í slíkan orðræðubúning. Hún snýst um kúgun og stjórnun.“

Hatur í hjarta Halldór ber

hann vill konur kvelja

Ekki hjá honum í boði er

að leyfa þeim að velja

Kvað þá Gylfi í athugasemd við frétt um þessa skoðun Halldórs og lét þess getið að „Halldór Auðar vill að konur verði á fram í búrkum hann er farinn að hugsa eins og Mússarnir.“

Við frétt um að Jón Kalman hefði blandað sér í deiluna um Piu Kjærsgaard með grein þar sem hann fór meðal annars fram á að Steingrímur J. Sigfússon segði af sér embætti forseta Alþingis kvað Gylfi:

Elsku Pia ei fær frið

í hana fer nú Nonni kaldi

Óður gefur engi grið

en tekur hana strax með valdi

Þó má einnig af og til greina jákvæðan tón í kveðskap Gylfa sem hefur til dæmis lýst ánægju sinni með framgöngu nýju borgarfulltrúanna Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, Sósíalista, og Kolbrúnar Baldursdóttur hjá Flokki fólksins.

Öðlings konur eru þær

ég sé þar enga veru

Sem að kemst með sínar tær

Þar sem hælar þeirra eru

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Mynd­band: PewDi­ePi­e lét sér ekki leiðast á Ís­landi

Lífið

YouTu­be-par fagnaði ástinni hér á Fróni

Lífið

​Friðrik Ómar, Tara og Kristina áfram í úrslit

Auglýsing

Nýjast

Dor­rit hæst­á­nægð með Nan­cy Pelosi

Borgar­full­trúi pirrar sig á RÚV appinu

Allir flokkar sýndir í beinni eftir mót­mæli Hollywood

Raddirnar verða að heyrast

Hanna flíkur úr ó­nýttum efna­lagerum

Eftir hundrað ár munu fleiri leika sér

Auglýsing