Lífið

Gylfi skipulagði afmæli Alexöndru

Alexandra Helga Ívarsdóttir, unnusta Gylfa Þórs Sigurðssonar, fagnaði afmæli sínu um helgina í góðra vina hópi. Gylfi skipulagði gleðina og flaug með ástinni sinni til Íslands til að halda upp á afmælið.

Gylfi Sig og Alexandra Helga trúlofuðust í byrjun júlí í fríi á Bahamaeyjum.

Alexandra Helga Ívarsdóttir hélt upp á 29 ára afmæli sitt á Íslandi um helgina. Gleðin var óvænt en Gylfi Sigurðsson, unnusti Alexöndru, skipulagði nánast allt havaríið í kringum partíið.

Svo segir Alexandra frá á Instagram-reikningi sínum undir mynd af þeim Gylfa.

Á afmælisdaginn birti hún svo mynd af sér þar sem hún hélt í helíumblöðrur sem mynduðu ártalið 29. Fjölmargir henda í kveðjur til hennar eins og Birgitta Líf, World Class erfingi, Hörður Björgvin Magnússon landsliðshetja en kærasta hans, Móeiður Lárusdóttir, og Alexandra eru góðar vinkonur.

Fyrrverandi Ungfrú Ísland, Fanney Ingvarsdóttir, segir að hún sé uppáhalds á meðan sjónvarpsdrottningin Ragnhildur Steinunn er í hefðbundnari stíl og óskar henni til hamingju með daginn eins og séntilmennið Rúrik Gíslason. Yfir eitt þúsund manns lækuðu við myndina, þeirra á meðal flestallir landsliðsdrengirnir.

Afmælisveislan var með bleiku þema. Kampavínið var í bleikum flöskum og glösin skreytt í sama lit. Makkarónurnar voru bleikar að megninu til og afmæliskakan var stórglæsileg bleik eðalterta. Enda segir Alexandra sjálf frá því að maður sé aldrei of gamall fyrir bleikt partí.

Mikill fjöldi vinkvenna Alexöndru gladdist með henni á afmælisdaginn en fyrrnefnd Móeiður var sú síðasta sem gaf henni afmælisgjöf. Einstakt sokkapar þar sem Alexandra og hundurinn þeirra Gylfa eru í aðalhlutverki.

Myndir/Instagram/AlexandraHelga

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Leik­völlur fyrir fjöl­breytta fagur­fræði, gleði og al­var­leika

Lífið

Bruggað vegna bjór­þorsta her­manna á Ís­landi

Lífið

Rocky Horror sýnt í desember

Auglýsing

Nýjast

Fyrsti íslenski vestrinn kominn

Ný kitla staðfestir Game of Thrones í apríl

A Star Is Born vex í vinsældum á Íslandi

Þurfa ekki að hafa á­hyggjur af Gylfa Þór Sigurðs­syni

Gamall pistill eftir Stan Lee vekur athygli

Rollur heimsóttu heilsugæsluna á Eskifirði

Auglýsing