Gylfi Þór Sigurðs­son, lands­liðs­maður í fót­bolta og leik­maður E­ver­ton, og kærasta hans Alexandra Helga Ívars­dóttir, eiga von á sínu fyrsta barni. Þetta til­kynntu þau í sam­einingu á Insta­gram reikingum sínum í kvöld.

Gylfi og Alexandra hafa verið lengi saman en þau giftu sig í júní í fyrra við Como vatn á norður Ítalía þar sem skærustu stjörnur landsins voru mættar.

Alexandra skrifar í Ingsta­gram færslu sinni að eftir fimm ára vand­ræði við að geta barn hafi þau loksins fengið gleði­fréttirnar um að það fjölgar í fjöl­skyldunni.

Gylfi birti einnig færslu á Insta­gram þar sem hann segir að „fljót­lega verða þau fjögur“ en hann telur hund þeirra sem þriðja fjöl­skyldu­með­liminn.