Síðastliðið sunnudagskvöld fór Óskarverðlaunahátíðin fram í 92. skiptið. Það hefur vart farið fram hjá neinum að Hildur Guðnadóttir hlaut fyrst Íslendinga verðlaunin eftirsóttu fyrir tónlist sína í myndinni Joker. Í kjölfar sigurgöngu hennar undanfarið verður að teljast líklegt að tískuhúsin hafi slegist um að fá að klæða hana á aðalkvöldinu. Chanel varð fyrir valinu og fór kjóllinn henni einstaklega vel, mjög í hennar anda og stíl.

Renée Zellweger var stílhrein í Armani Privé, en hún tók heim verðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki. Ciara geislaði í kjól frá Ralph & Russo. Hún tilkynnti nýverið að hún væri komin nokkra mánuði á leið með annað barn sitt og fótboltamannsins Russels Wilson. Kim Kardashian og Kylie Jenner komu fólki á óvart og voru praktískari í klæðavali en alla jafna. Kylie með náttúrulegan farða og hárið slegið í kjól frá Ralph & Russo sem var greinilega vinsælasta merki kvöldsins. Leikkonan Eiza González klæddist Galvan. Merkið var stofnað af fjórum ungum konum, en ein þeirra er fyrirsætan Sóla Káradóttir, dóttir Kára Stefánssonar.

Leikkonan Eiza González trónir efst á lista margra erlendra tískumiðla yfir best klæddu stjörnur kvöldsins. Hún var í kjól frá Galvan en Sóla Káradóttir er einn stofnenda þess.
Hildur var stórglæsileg í kjól frá Chanel, en hún var á lista Vogue yfir best klæddu stjörnurnar á hátíðinni.
Fyrr í vikunnu hafði Hildur einnig klæðst Chanel í boði sem ætlað var tilnefndum konum. Það var haldið af leikkonunni Lauru Dern.
Sönkonan Ciara ásamt eiginmanni sínum Russell Wilson, en þau eiga von á sínu öðru barni saman. Hún klæddist kjól frá Ralph & Russo.
Fyrirsætan Rosie-Huntington Whiteley í kjól frá Saint Laurent.
Emma Roberts tók litla áhættu og klæddist klassískum svörtum kjól sem var þó glæsilegur á leikkonunni.
Systurnar Kim Kardashian og Kylie Jenner voru lágstemmdari í klæðavali en vanalega sem virkaði vel. Kim var í kjól úr línu Alexanders McQueen frá 2003 en Kylie klæddist kjól frá Ralph & Russo.
Það tók einungis 1200 klukktíma vinnu að sauma perlurnar á þennan fallega kjól sem Brie Larsson klæddist.
Fyrirsætan Suki Waterhouse valdi öðruvísi og skemmtilega frumlegan kjól frá Fendi sem kom vel út.
Charlize Theron valdi klassískan dökkan kjól frá Dior