Gyðingar á Ís­landi fögnuðu í gær upp­hafi Hanukkah, Ljósa­há­tíðarinnar, þar sem þess er minnst Jerúsalem var frelsuð undan Sýr­lendingum og ljósið í musterinu fór aftur að loga.

Avi Feld­man, fyrsti rabbíni gyðinga hér­lendis, stýrði við­burði í mið­bæ Reykja­víkur af því til­efni.

Dagur B. Eggerts­son, borgar­stjóri, var við­staddur at­höfnina. Há­tíðin, sem stendur í 8 daga, er gyðingum mikil gleði­há­tíð.

Sigtryggur Ari, ljósmyndari Fréttablaðsins, leit við og tók meðfylgjandi myndir.