Enski kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie er með knattspyrnugoðinu David Beckham og Björgólfi Thor Björgólfssyni en þeir hafa verið við laxveiðar í Norðurá í Borgarfirði í dag.

Sjá einnig: Beckham í Norðurá: „Ég elska Ísland“

Beckham hefur verið duglegur að setja inn myndir og myndbönd af ævintýrum sínum í dag. Stutt er í grínið hjá Beckham og þá virðist veiðin hafa skilað tilætluðum árangri. 

Á Instagram birtir hann myndir af sér og Ritchie saman við ánna. Auk þess birti hann mynd af Ritchie og Björgólfi á göngu með textanum „rómantískur göngutúr“.

Allir þrír virðasta njóta sín til hins ítrasta í ánni, á milli þess sem þeir dreypa á kokteilum. Lýsti Beckham yfir ást sinni á landi og þjóð í dag en fylgjast má með ævintýrum hans á Instagram.