GusGus hefur enn á ný frestað 25 ára afmælistónleikum sínum vegna heimsfaraldurs Covid-19. Tónleikarnir áttu að fara fram 29. Og 30. desember en hefur verið frestað. Upprunalega áttu þeir að fara fram í nóvember árið 2020 en tónleikarnir verða nú, þess í stað, haldnir 18. og 19. mars á næsta ári, 2022.

„Við höfum gert okkar allra besta til þess að fagna 25 ára afmælinu okkar og við hlökkuðum mikið til þess að upplifa þessa stund í öruggu umhverfi, með uppáhalds fólkinu okkar. Ykkur! En vegna hertra samkomutakmarkana er nú endanlega orðið ljóst að tónleikarnir geta ekki farið fram nú á milli jóla og nýárs,“ segir í tilkynningu frá hljómsveitinni.

Þau sem komast ekki á þessar dagsetningar geta fengið endurgreitt til 10. janúar á næsta ári með því að hafa samband við miðasölu Hörpu.

Tilkynning var send út til miðaeigenda í vikunni eftir að tilkynnt var um hertar takmarkanir.