Lífið

Guns N' Roses í Noregi: „Áttu rosa­lega vont kvöld“

Rokk­hljóm­sveitin Guns N' Roses túrar um Evrópu um þessar mundir. Hljóm­sveitin spilaði í Osló í kvöld og spilar í Laugar­dals­höllinni á þriðju­daginn kemur. Ís­lendingur í Noregi segist hafa orðið fyrir miklum von­brigðum.

Atli segist hafa farið snemma af tónleikunum.

Íslendingur í Noregi segir að tónleikagestir á tónleikum Guns N' Roses í Osló í kvöld hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum. Bandaríska rokkhljómsveitin er væntanleg til landsins, en hljómsveitin spilar á stærðarinnar tónleik á Laugardalsvelli á þriðjudag. Hljómsveitin ferðast um Norðurlöndin um þessar mundir - spilaði í Noregi í kvöld og í Svíþjóð á laugardag.

Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður var á tónleikunum í Osló í kvöld og varð fyrir miklum vonbrigðum. „Kallinn er búinn að missa röddina en heldur að hann sé enn þá með hana. Hann kom þarna spikfeitur inn á sviðið og bjóst við að Slash myndi redda sér,“ segir Atli og á þar við Axl Rose, söngvara sveitarinnar. „Fólk var fyrir rosalegum vonbrigðum hérna í Noregi og þau sem ég talaði við sögðu að þetta væri algjört rugl.“

Tónleikarnir voru ansi veglegir og segir Atli að um 40 þúsund manns hafi mætt á tónleikana. „Það kostaði 15 þúsund íslenskar á þessa tónleika í kvöld. Hérna voru 40 þúsund manns og fólk fór að labba út klukkan níu, eftir fjögur lög,“ segir hann. „Menn þurfa bara að þekkja sinn vitjunartíma. Þeir verða að sætta sig við að þeir eru ekki það sem þeir voru árið 1988.“

Eins og áður segir spila Guns N' Roses á tónleikum í Reykjavík næstkomandi þriðjudag, og er talsverð eftirvænting fyrir þeim. „Ég ætla ekkert að spá neinu fyrir þriðjudaginn, kannski verður þetta betra þá en þetta var rosalega slæmt í kvöld. Ég vona innilega að þeir komist á strik fyrir tónleikana á Íslandi, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Atli. „Ég er samt enginn tónlistarspekúlant en ég er búinn að hlusta á þessa gæja síðan ég var 14 ára. Ég hélt að ég myndi allavega sitja alla tónleikana.“

Atli birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir frá tónleikunum, og segist hann hafa farið snemma heim.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Greiddu Guns N'Roses tónleikana fyrirfram

Lífið

Guns N’ Roses koma með mikilli viðhöfn

Lífið

Guns N' Roses liðar verða eftir og njóta Íslands

Auglýsing

Nýjast

Borgar­full­trúi pirrar sig á RÚV appinu

Allir flokkar sýndir í beinni eftir mót­mæli Hollywood

Raddirnar verða að heyrast

Hanna flíkur úr ó­nýttum efna­lagerum

Eftir hundrað ár munu fleiri leika sér

Leyndarmál íslenskrar listasögu

Auglýsing