Met­sölu­höfundurinn og leikarinn Gunnar Helga­son þurfti fella niður sýningar á leik­verki sínu Mömmu klikk í Gaflar­a­leik­húsinu í gær. Á­stæðan eru miklir bak­verkir sem við frekari skoðun reyndist vera þursa­bit.

„Elsku bestu á­horf­endur sem fenguð EKKI að sjá Mömmu klikk í dag, ég biðst af­sökunar á að hafa ekki getað sýnt. Það er alltaf ömur­legt að þurfa að fella niður sýningar og aldrei gert í létt­úð heldur bara þegar öll sund eru lokuð,“ skrifar Gunni á Face­book-síðu sína.

Gunni segist hafa ætlað að halda sýningunni til streitu og meðal annars fengið sjúkra­þjálfara til þess að að­stoða sig við að koma sér í gegnum sýningarnar tvær í gær. Eftir upp­hitun hafi hins vegar orðið ljóst að fresta þyrfti sýningunum. „[Þ]egar það var ljóst að ég stóð ekki í lappirnar var ekkert annað í stöðunni en að fresta.“

Með færslunni birtir Gunni mynd af sér eftir tveggja tíma æfingar hjá sjúkra­þjálfaranum. „Þurfa­bit er ekkert grín!“ segir hann og bætir við að vonandi geti allir fundið miða á aðra sýningar­daga.

„Ég veit alveg að það stóð mikið til hjá sumum. Ein amman var mætt með sjö barna­börn í geggjuðu stuði en þurfti að fara heim. Bara út af þursinum í mér,“ segir hann og biðst í kjöl­farið vel­virðingar á ó­næðinu.

Elsku bestu áhorfendur sem fenguð EKKI að sjá Mömmu klikk í dag, ég biðst afsökunar á að hafa ekki getað sýnt. Það...

Posted by Gunnar Helgason on Sunday, January 26, 2020