Gunnar Nel­son og Fransiska Björk Hin­riks­dóttir eiga von á barni en þau til­kynntu um ó­léttuna með ansi skemmti­legri Insta­gram færslu nú rétt í þessu en færsluna má sjá hér að neðan.

Það er ó­hætt að segja að lífið leiki um parið þessar mundir en Fransiska hefur staðið að baki kappans í hverjum bar­daga að undan­förnu. Þannig að­stoðaði hún hann við að létta sig í að­draganda bar­dagans gegn Leon Edwards í mars síðast­liðnum með nokkuð skemmti­legum hætti eins og Frétta­blaðið greindi frá á sínum tíma.

Um er að ræða fyrsta barn þeirra Gunnars og Fransisku en Gunnar á fyrir hinn fimm ára gamla Stíg Tý og ljóst að bætist í fjöl­skylduna á næstu misserum. Parið birti ansi skemmti­legar myndir á Insta­gram, meðal annars þar sem Gunnar tekst að ýta bumbunni út með undra­verðum hætti.

View this post on Instagram

Prague

A post shared by Gunnar Nelson (@gunninelson) on

Að sjá þessa bumbubúa!
Fréttablaðið/Skjáskot