Guð­rún Dís Em­ils­dótt­ir, betur þekkt sem Gunna Dís, og Kristján Þór Magnús­­son, sveitar­stjóri í Norður­þingi, hafa hætt sam­bandi sínu. Kristján Þór mun hafa greint sam­starfs­fólki sínu frá þessu fyrir skömmu sam­kvæmt Smart­landi.

Þau Gunna Dís og Kristján Þór fluttu til Húsa­víkur er hann tók við starfi sveitar­stjóra. Gunna Dís hefur getið sér gott orð í fjöl­miðlum en hún starfaði hjá RÚV, bæði í sjón­varpi og út­varpi.

Hún ætlar að flytja aftur til Reykja­víkur en ekki liggur fyrir hvað hún ætlar að taka sér fyrir hendur. Kristján Þór hefur verið í veikinda­leyfi en er sagður snúa aftur til starfa um ára­mótin.