„Ég lagði inn svona smá sprengju á Instagram þegar ég var tala um hvað væri inn og hvað ekki í karltískunni fyrir veturinn,“ segir Gummi í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í vikunni. Hann segir biker-leðurjakkann mjög flottan, en hann sé ekki málið í vetur.

Færslan vakti mikla athygli og umræða skapaðist á samfélagsmiðlum vegna myndanna sem hann birti og taldi fólk hann hafa tekið of klassískar flíkur út úr vetrartískunni, meðal annars svartan biker-jakka sem stíl-ikonið Rúrik Gíslason klæðist oft.

Gummi segir ljósa, mjúka og hlýja tóna vera málið í vetur eins og ljósbrúnn og kremaður. Auk þess eiga efnin að vera mjúk og hlý.

„Áttunda og níunda áratuga stíllinn er að koma aftur sérstaklega í fatasniðum. Við erum búin að vera í aðsniðnum flíkum, en núna eru það víð snið að taka við, eins og stórir jakkar og kápur- svona oversized look,“ segir Gummi.

Jakkinn sem Gummi klæðist hittir í mark fyrir veturinn.
Mynd/Instagram
Ljóst og lekkert.
Mynd/Instagram

Gummi kíró með fatalínu

Lína Birgitta Sigurðardóttir, kærasta Gumma og áhrifavaldur heldur úti sinni eigin fatalínu Define the Line og segir Gummi oft hafa hugsað um að koma með sína fatalínu.

„Það eru hugmyndir á teikniborðinu að fatalínu sem gæti mögulega orðið að veruleika einn daginn,“ segir Gummi.

Lína og Gummi eru ávallt með puttan á púlsinum hvað varðar nýjustu tískutrendin.
Mynd/ Instagram

Hvetur til litadýrðar

Að sögn Gumma klæðast Íslendingar of mikið í grátt, svart og dökkblátt. Hann hvetur íslenska karlmenn að taka klæðaburð svía sér til fyrirmyndar og fara út fyrir þægindarammann.

„Við eigum að þora að taka áhættu með liti líkt og svíarnir sem klæðast í gult og skærari blán, síðan er ég alltaf með tösku og hálsmenn,“ segir Gummi og ráðleggur íslenskum karlmönnum sem vilja breyta aðeins til að vera með fleiri aukahluti.

Aðspurðir segist alltaf hafa fylgst vel með tísku frá því hann man eftir sér. „Í gaggó var ég alltaf að pæla í tísku og vildi standa út úr hópnum á þeim árum og var duglegur að fylgjast með nýjustu tísku trendunum.“