Stjörnukírópraktorinn Gummi kiró eða Guðmundur Birkir Pálsson selur utan af sér spjarirnar á Instagram í dag.

Gummi hefur verið þekktur fyrir sinn einstaka smekk á dýrum og vönduðum flíkum, skóm og töskum. Hann greindi frá því í samtali við Fréttablaðið að að hann kaupi fötin oftast erlendis eða panta þau að utan, þar sem föt frá virtustu tískuhúsum heims eru ekki seld hér á landi.

Skór frá Balenciaga, Phillipp Plein og Louis Vuitton.
Mynd/Samsett
Skór frá Alexander Mcqueen.
Mynd/Samsett
Boltur frá Emorio Armani, peysa frá Ralph Lauren og skyrta frá Dolce & Gabbana.
Mynd/Samsett
Buxur frá Gucci og Valentino.
Mynd/Samsett