Vinsæli kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, vekur athygli fyrir dýran smekk sinn á fatnaði og fylgihlutum á Instagram síðu sinni. Hann hefur birt ófáar myndir af sér í flottum merkjafötum sem kosta skildinginn.

Það mætti segja að Gummi sé með dýran smekk og segir uppáhalds merkin hans vera Gucci, Balenciaga, Louis Vuitton. Gummi segir þetta þó aðallega vera áhugamál. „Það mætti segja þetta vera aðallega áhugamál, eins og þegar menn eru með veiði sem áhugamál, ég er ekki þar,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið.

Kærastan hans Gumma, áhrifavaldurinn og athafnakonan Lína Birgitta, sýndi frá því þegar hann opnaði sendingu með nýjustu kaupunum sem er jakki frá Gucci. Jakkanum er hægt að snúa á tvo vegu og er einstaklega flottur. Hér má sjá jakkann.

Mynd/ Instagram

Vörur virtustu tískuhúsa heims eru ekki seldar hér á landi og segist Gummi panta þær að utan.

„Ég kaupi þetta nú oftast á my theresa mér finnst það svona þægilegast,“ segir hann.

Lína Birgitta er á sama báti og Gummi og mætti segja að þetta væri sameiginlegt áhugamál þeirra á myndum Instagram að dæma.