Helgarblaðið

Leiðinlegt að fara á klósettið og í háttinn

Soffía Ramóna Devaney er fjögurra ára gömul og fer til Spánar í sumarfrí. Hún kann að heilsa að spænskum sið: Hola!

Að tjilla verður helst á dagskránni hjá Soffíu á fullorðinsárum.

Nafn? Soffía Ramóna Devaney.

Hvað ertu gömul? Ég er fjögurra ára en ég verð bráðum fimm ára.

Hver er uppáhaldsliturinn þinn? Gull og silfur og allt sem glitrar.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin stór? Ég ætla að verða mamma. Ég ætla að vera heima allan daginn. Tjilla og gera ekki neitt.

Já, þú segir það?

Nema þegar ég eignast lítið barn. Þá þarf ég að gera margt. Eins og til dæmis að hringja í lækni.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Pítsa, með tómat, osti og pítsukryddi. Ég hjálpa til að gera hana. Því ég er bakari. Þegar hún kemur úr ofninum segi ég: píng!

Hvað er skemmtilegt að gera í leikskólanum? Það er skemmtilegast að fara í búninga og það er mjög leiðinlegt að leika með segulkubba.

Hvað finnst þér leiðinlegt? Það er mjög leiðinlegt að fara á klósettið. Það er líka leiðinlegt að fara í háttinn. Það eru til englar. Þeir eru í himninum en eru enga stund að fljúga niður til krakka.

Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Ég ætla að fara til Spánar, ég kann að segja hola! Það þýðir hæ. Ég ætla ekki að segja neitt annað á Spáni. Bara hola!

Hvað er uppáhaldsdýrið þitt? Lilli, hann er páfagaukur. Hann kann að róla og fljúga.

Hvað er uppáhaldslagið þitt? Ruggutönn. Það er svona:

Ég er með lausa tönn

Hún ruggar geðveikt mikið

Pabbi vill toga’ í mína tönn

En nei, þar dreg ég strikið!

Hún er mín eigin ruggutönn

Ruggu-ruggu-ruggu-ruggutönn

Ég vil ekki missa mína ruggutönn

Ruggu-ruggu-ruggutönn

Ertu búin að missa tennur? Nei, enga. Ég er bara með barnatennur og þær eru allar fastar.

„Það er mjög leiðinlegt að fara á klósettið. Það er líka leiðinlegt að fara í háttinn. Það eru til englar. Þeir eru í himninum en eru enga stund að fljúga niður til krakka.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Eftir hundrað ár munu fleiri leika sér

Helgarblaðið

Leyndarmál íslenskrar listasögu

Helgarblaðið

Ætla að kné­setja kapítalið og selja nokkra boli

Auglýsing

Nýjast

Qu­een og Adam Lambert koma fram á Óskarnum

Punis­her og Jessi­ca Jones síðust úr Mar­vel af Net­flix

Dill missti einu ís­lensku Michelin-stjörnuna

Skál! fær viður­kenningu frá Michelin

Smyrill á tólftu hæð: „Virtist alveg sama um okkur“

Forritið Tudder: „Eins og Tinder fyrir nautgripi“

Auglýsing