Guð­rún Helga Sørt­veit og kærasti hennar Steinar Örn Gunnars­son eignuðust sitt fyrsta barn á föstu­daginn síðast­liðinn.

Guð­rún, sem er bloggari, hefur áður opnað sig um erfið­leikana sem hún gekk í gegnum þegar hún fékk utan­legs­fóstur og greindi hún frá því að henni hafi liðið eins og hún væri gölluð. Hún sagði að það hefði hjálpað henni að tala opin­ber­lega um ferlið sem fylgdi utan­legs­fóstrinu.

Kom í heiminn á Valentínusardaginn

Guð­rún deildi svo fréttunum um ný­fædda dóttur sína á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram og segist hún ekki geta lýst því með orðum hvernig henni líði að vera loksins komin með dóttur sína í fangið.

Dóttir hennar fæddist, eins og fyrr sagði, á föstu­daginn síðast­liðinn en þá gekk mikill stormur yfir landið á­samt því að ástar­deginum sjálfum, Valentínusar­degi var fagnað.

„Fal­lega hár­prúða stelpan okkar kom í heiminn þann 14.febrúar 2020 - Ég er búin að sitja lengi og reyna skrifa upp hinn full­komna texta sem lýsir því hvernig mér líður eftir að hafa fengið þig loksins til okkar, það eru bara engin orð - þú ert allt,“ segir Guð­rún í færslu sinni á Insta­gram.

Frétta­blaðið óskar parinu inni­lega til hamingju með frum­burðinn.