Guð­ný Tómas­dóttir hóf sína Ketó veg­ferð þann 19. febrúar árið 2018. Á þeim tíma­punkti hafði Guð­ný fengið al­gjör­lega nóg af á­standi sínu og var orðin upp­gefin af öllum þeim til­raunum sem hún hafði gengið í gegnum til þess að reyna að bæta heilsu sína.

„Ég hafði aldrei verið jafn þung en fannst ég samt alltaf vera að reyna eitt­hvað án árangurs, ég hrein­lega þyngdist bara. Ég var búin að prófa að hætta að drekka gos, hætta að borða brauð, hætta að borða sykur, hætta að borða nammi, borða oft á dag, borða einu sinni á dag, borða hafra­graut, chia­graut og hreifa mig meira. Mér fannst ég hrein­lega búin að reyna allt,“ segir Guð­ný í samtali við Frétta­blaðið.

Guðný hafði reynt allt til þess að bæta heilsuna þegar hún fann Ketó mataræðið.
Mynd/Aðsend

Fékk mataræðið á heilann

Guð­ný á­kvað að deila reynslu sinni á sam­fé­lags­miðla­hópnum Ketó Iceland í þeirri von um að geta hjálpað öðrum í hennar stöðu og ræddi í kjöl­farið ítar­lega um mál sitt í við­tali við Frétta­blaðið.

Það var svo dag einn sem vin­kona Guð­nýjar kom í heim­sókn sem líf hennar breyttist til fram­búðar.

„Ég hitti hana ekki oft en nógu oft til þess að ég hafði séð hana bæta ó­þarf­lega hratt og mikið á sig en hún var tals­vert yngri en ég. Þarna kom hún í heim­sókn og ég hafði lík­lega ekki séð hana í heilt ár. Ég trúði nánast ekki eigin augum. Á einu áru hafði hún misst yfir 30 kíló. Ég hrein­lega fékk vonina aftur og gat ekki hægt að spyrja hvað, hvernig og klukkan hvað. Ég varð að fá að vita,“ segir Guð­ný.

Vin­kona Guð­nýjar heim­sótti hana í byrjun febrúar árið 2018 og þarna kynntist hún matar­æðinu Ketó og LKL í fyrsta skiptið. Guð­ný fór sam­stundis að leita sér allra þeirra upp­lýsinga sem hún komst yfir og á­kvað svo að taka 21 dags á­skorun.

„Ég sé sko aldrei eftir því. Ég fékk þetta hrein­lega á heilann sem ég held að fólk þurfi pínu að halda til að snúa slæmum siðum við. Á þessum tveim árum sem ég hef verið á þessu matar­æði hefur ansi margt breyst. Til dæmis að­gangur að upp­lýsingum og vöru­úr­val. Auð­vitað til hins betra ef maður kann með það að fara. Mér finnst vera orðið mikið meira af svona auð­veldum leiðum til að ná sér í mat og sætindi. Maður má samt ekki gleyma því þó það sé merkt keto eða engin við­bættur sykur er það ekki endi­lega okey. Það þarf að passa inn í daginn, því allt snýst þetta um heildar dags­neyslu, góðan svefn og ein­hverja smá föstu til að skilja dag frá degi,“ segir hún.

„Þreyta seinni part, heila­þoka og smá verkir hér og þar heyra nú allt sögunni til.“

Guð­ný segir að í upp­hafi hafi veg­ferð hennar hafa snúist um það að létta sig en eftir að hafa sigrað auka­kílóin hafi matar­æðið snúist um allt annað.

„Þá fór þetta að snúast um að láta sér líða vel og auð­vitað að við­halda þeirri þyngd sem ég var komin í. Ég var 46 ára þegar ég byrjaði þessa veg­ferð, búin að eiga fjögur börn og ganga í gegnum þrjár með­göngur. Mér fannst ég vera til­tölu­lega hraust, en það var eitt og annað sem ég var farin að sætta mig við af því ég taldi mig bara vera orðna gamla. Þreyta seinni part, heila­þoka og smá verkir hér og þar heyra nú allt sögunni til. Svo finnst mér vera viss frelsun í því að þurfa ekki alltaf að vera að borða. Vita að það sé allt í lagi að vera svangur, maður er ekki að deyja. Langar ekki lengur til að borða allt og alla. Það finnst mér vera ein­stök til­finning,“ segir Guð­ný.

Vill standa uppi á fjallstindi og æpa á alla að sjá ljósið

Á þeim tveimur árum sem Guð­ný hefur verið á Ketó matar­æði hefur hún tvisvar sinnum farið er­lendis og leyfði hún sér þá að fara að­eins út fyrir matar­æðið. Hún segist strax hafa fundið marga af þeim kvillum sem hún þjáðist af áður banka upp á aftur.

Haustið 2019 fékk Guð­ný sýkingu í gall­blöðruna og þurfti að fjar­lægja hana. Hún hafi ekki fundið neinn mun á sér á matar­æðinu eftir að gall­blaðran var tekin nema að­eins fyrstu tvær vikurnar eftir að­gerðina.

Guðný segir mikla frelsun felast í því að þurfa ekki alltaf að vera að borða.
Mynd/Aðsend

Guð­ný segist vilja segja sína sögu og vonast hún til þess að geta hjálpað ein­hverjum af stað sem hafa gengið í gegnum sömu spor og hún.

„Auð­vitað er þetta svo­lítið eins og að hætta að reykja og drekka og maður vill standa upp á fjalls­tindi og æpa á alla að sjá ljósið. En ég geri mér fylli­lega grein fyrir því að þetta er ekki auð­velt fyrr en maður allt í einu er til­búin. En ég var al­ger­lega búin að standa með nammi­skálina eins og úlfur og éta hana upp til agna hér áður fyrr og veit hvernig það er að vor­kenna sér eða fagna ein­hverju og þurfa alltaf að éta eitt­hvað í þeim til­efnum,“ segir hún.

Stærsta skrefið er að taka ákvörðun

Guð­ný segir Ketó matar­æðið sé vin­sælt í dag en að því miður séu ekki allir ein­staklingar eins. Hver og einn þurfi að feta sína eigin leið og finna sitt jafn­vægi innan matar­æðisins.

„Ég held að stærsta skrefið sé að á­kveða, taka gler­augun með sér í búðina, lesa á hvert og eitt einasta sem fer í körfuna, undir­búningur og nenna að elda, baka, græja, og gera úr góðu hrá­efni frá grunni. Fyrir mig er ketó leiðin til að lifa og ekkert getur ruggað mér af bátnum. Ég held að það sem láti mig vera svona ó­haggan­lega er að ég náði að vera 100 prósent ketó með engu hliðar­skrefi í fimm mánuði. Þegar ég loksins á­kvað að leyfa mér smá , fékk ég mér hupp­uref með fjöl­skyldunni sem var mitt upp­á­halds áður. Ég fór næstum því að gráta af því mér fannst hann vondur. Það var skrítin til­finning. Ég fæ mér enn þá einu sinni og einu sinni Huppu með fjöl­skyldunni og þá er það meira fé­lags­legt, mér finnst minn ís sem ég á heima í frysti og bý til sjálf mikið betri,“ segir Guð­ný.

Guð­ný segir fyrstu dagana á matar­æðinu hafa komið sér á ó­vart. Hún hafi á­kveðið að taka 21 dags á­skorun en ekki að taka föstu með inn í myndina strax.

Ég ein­blíndi á að vera fyrir neðan 20 grömm af kol­vetni og ná mér í næga fitu yfir daginn. Auð­vitað var þetta pínu ein­hæft til að byrja með og lifði ég á ostum, á­leggi, kjöti og ber­nes. En árangurinn lét ekki á sér standa og kílóin hrein­lega fóru að hrynja. Í byrjun á­kvað ég að taka bara þessa 21 daga og hugsaði ég oft til vin­konu minnar sem hafði búið á Jamaíka. Hún hafði oft lýst því fyrir mér hversu ein­hæft matar­æðið þar væri og að ekki væri hægt að fá þetta og hitt. Þannig ég á­kvað bara að í­mynda mér að ég byggi núna ein­hver staðar á hjara veraldar og það var ekki neitt í boð nema þetta og ég hlyti að lifa það af í 21 dag. Ég hugsaði líka að ég væri nú búin að sukka í 30 ár og að ég hlyti að geta farið eftir þessu plani í 21 dag. Það lík­lega bjargaði mér því auð­vitað var árangurinn mikill þar sem ég fór eftir þessu í einu og öllu. Ketó flensan bankaði upp á á 4 degi en var aldrei slæm. En þá var ég búin að vera í 3 daga eins og á seinustu dögum með­göngu á klósettinu nánast allan sólar­hringinn,“ segir hún.

„Fyrir mér var þetta undra­ver­öld, hversu vel þetta virkaði og hélt ég því á­fram.“

Losnaði við heilaþoku og verki

Eftir 21 dag á matar­æðinu var Guð­ný orðin heilluð. Hún segist hafa eignast nýtt á­huga­mál og að hún hafi drukkið í sig alla vit­neskju sem hún komst yfir.

„Fyrir mér var þetta undra­ver­öld, hversu vel þetta virkaði og hélt ég því á­fram. Þá fór ég að bæta við upp­skriftum, fylgjast með öðrum konum sem voru dug­legar að blogga og sýna hvað þær væru að gera. Vef­síðan Diet doctor er svo með haf­sjó af upp­lýsingum og það er fullt af efni á netinu sem hægt er að finna. Maður þarf samt alltaf að vera að fylgjast með öllu þar sem Inter­netið er ekki al­gott, það er ekki alltaf allt sem það sýnist. Það þarf að lesa alltaf á allt og vita hvað maður er að kaupa,“ segir hún.

Í dag er Guð­ný búin að ná sinni drauma­þyngd en viður­kennir hún að það sé ein­mitt á þeim tíma­punkti sem fólk getur verið í hættu.

„Þá getur maður farið að leyfa hinu og þessu að bætast við inn í matar­æðið og smám saman farið að þyngjast aftur. En það sem hjálpar er að mér líður alltaf best þegar ég er á lág­kol­vetna matar­æði. Ég er kannski ekki að telja öll kol­vetni yfir daginn en ég passa mig samt að inn­birgða bara góð kol­vetni. Ein­staka sinnum leyfi ég mér kar­töflu en það kemur oftast nær niður á liðunum þar sem að sterkjan í kar­töflunni hefur á­hrif á þá. Áður fyrr hefði maður ekki áttað sig á því að ein kar­tafla skiptir máli,“ segir Guð­ný.

Guðný og eiginmaður hennar hafa bæði tekið mataræðið í gegn.
Mynd/Aðsend

Hætti að fá verki í líkamann

Þegar Guð­ný byrjaði á matar­æðinu taldi hún sig vera á byrjunar­stigi breytinga­skeiðsins en um leið og hún var komin í ketósu hrökk allt í sama gamla farið og gekk hún eins og smurð klukka þar til í ágúst árið 2019.

„Þá hætti allt þetta kvenna­vesen. Í nóvember réðst á mig hita­kóf og tók ég út svita­köst að nóttu sem degi í fimm vikur og svo var það búið. Ég vona virki­lega að ég hafi verið svona heppin og ég þakka matar­æðinu um það. Mamma mín glímdi við þennan leiðin­lega fylgi­kvilla í mörg ár. Ég upp­lifði líka mikla heila­þoku áður fyrr og átti það til að muna ekkert hvert ég var að fara. Þetta hendir mig ekki lengur og þessi heila­þoka var fljót að fara. Eins var ég með verki í skrokknum þegar ég fór fram úr á morgnanna og ég hélt að þetta væri bara eðli­legur stirð­leiki hjá konu sem var að nálgast fimm­tugt. Ég man ekki ná­kvæm­lega hve­nær þetta hætti enn einn daginn tók ég eftir því að þetta var ekki lengur til staðar,“ segir Guð­ný og bætir því við að hún geti ekki dá­samað matar­æðið nóg.

„Nú tekur við hjá mér að tækla ketó eftir breytinga­skeið og ég finn strax að brennslan er hægari og ég er ör­lítið lengur að koma mér í ketósu. En það er eitt­hvað sem maður vinnur með og er auð­velt þegar maður fer að þekkja betur til­finningarnar og á­hrifin sem þessi matur hefur á mann.“

Guð­ný er með Insta­gram síðu þar sem hún deilir með fylgj­endum sínum því sem henni þykir á­huga­vert er snýr að matar­æðinu og hægt er að fylgja henni með því að ýta hér.