Guð­mundur Felix Grétars­son sem fékk á sig hand­leggi grædda fyrir um einu og hálfu ári í Frakk­landi deildi í vikunni skemmti­legu mynd­bandi af sér að þrífa heima hjá sér.

Hann hefur undan­farið deilt mynd­böndum af ýmsum á­föngum sem hann hefur náð eins og að gefa for­setanum fimmu í ný­legri heim­sókn sinni, að faðma fjöl­skyldu­með­limi og að bera sólar­vörn á konuna sína.

Guð­mundur skrifar við mynd­bandið „When your birthday is around the corn­er“, og sýnir flotta takta á meðan hann dustar rykið.