Guðmundur Felix Grétarsson sem fékk á sig handleggi grædda fyrir um einu og hálfu ári í Frakklandi deildi í vikunni skemmtilegu myndbandi af sér að skála. Myndbandið er hægt að sjá hér að neðan en hann virðist nokkuð sáttur við að hafa náð þessum áfanga.

Guðmundur hefur verið afar opinskár um bataferli sitt eftir aðgerðina og að það sé alltaf möguleiki á því að líkami hans hafni handleggjunum. Hann hefur undanfarið deilt myndböndum af ýmsum áföngum sem hann hefur náð eins og að gefa forsetanum fimmu í nýlegri heimsókn sinni, að faðma fjölskyldumeðlimi og að bera sólarvörn á konuna sína.