Guð­mundur Felix Grétars­son er í ein­lægu við­tali í helgar­blaði Frétta­blaðsins. Guð­mundur fékk grædda á sig hand­leggi og axlir í flókinni og um­fangs­mikilli að­gerð fyrr á þessu ári og hefur hann verið í endur­hæfingu síðustu mánuði.

Í við­talinu fer Guð­mundur um víðan völl og ræðir meðal annars um bata­ferlið sem hefur gengið vonum framar.

„Það eru þrír læknar yfir þessu 50 manna teymi. Ég hitti tvo þeirra um daginn og sýndi þeim fingurna hreyfast. Þeir skríktu bara eins og smá­strákar, tóku upp símana og tóku mynd­bönd, fannst þetta alveg frá­bært,“ segir hann.

Guð­mundur hefur vakið at­hygli fyrir já­kvæðni sína, en í við­talinu kemur fram að hann sé búinn að læra mark­þjálfun að undan­förnu. Hann ætlar að halda nám­skeið á Grand Hótel þann 27. desember sem heitir Innri styrkur.

„Það byggi ég á eigin reynslu og mark­þjálfuninni. Innri styrkur kemur þegar maður yfir­stígur mót­læti en það eru á­kveðin verk­færi og við­horf sem geta flýtt fyrir svo fólk þarf ekki að vera handa­laust í 23 ár til að geta nýtt sér þetta,“ segir Guð­mundur meðal annars.

Hér að neðan má svo sjá stutta aug­lýsingu fyrir helgar­blað Frétta­blaðsins en í henni sest Guð­mundur Felix undir stýri, setur í gang og skiptir um gír. Tekið er fram að enn sé þó langt í land og hendurnar enn ekki orðnar fúnksjónal, eins og Guðmundur lýsir því.

„Ég er þó farinn að geta notað hægri höndina til að starta bílnum og setja í drive og opna og loka bílhurðinni. Þetta er smátt og smátt að koma. Ég er bara að fá nýjan pakka í hverri viku og það er geggjað.“