Guð­mund­ur Fel­ix Grét­ars­son er nú form­leg­a tal­in hafa sam­ein­ast nýju hönd­un­um sín­um, sex vik­um eft­ir að hann gekkst und­ir hand­leggj­a á­græðsl­u. „Í dag eru ná­kvæm­leg­a sex vik­ur frá því á­græðsl­unn­i sem er þýð­ing­ar­mik­ið þar sem það er tím­inn sem það tek­ur fyr­ir sin­ar og vöðv­a að gróa sam­an,“ seg­ir Guð­mund­ur á Fac­e­bo­ok.

„Ég er form­leg­a sam­ein­að­ur gjaf­a mín­um,“ bæt­ir Guð­mund­ur við og kveðst eiga skil­ið pönn­u­kök­ur fyr­ir á­fang­ann.

Guð­mund­ur ligg­ur enn inni á sjúkr­a­hús­i í Lyon Í Frakk­land­i en hann von­ast til þess að geta út­skrif­ast af spít­al­an­um í næst­u viku. Eftir það mun taka við strangt end­ur­hæf­ing­ar­ferl­i þar sem lík­am­inn mun venj­ast nýju hönd­un­um.

Að­­gerð­in sem fram­­kvæmd var þann 13. jan­ú­ar er sögð ein­­stök í sögu lækn­a­­vís­ind­ann­a en þett­a var í fyrst­a sinn sem slík að­­gerð er fram­­kvæmd í heim­in­um.