Guðmundur Felix Grétarsson er nú formlega talin hafa sameinast nýju höndunum sínum, sex vikum eftir að hann gekkst undir handleggja ágræðslu. „Í dag eru nákvæmlega sex vikur frá því ágræðslunni sem er þýðingarmikið þar sem það er tíminn sem það tekur fyrir sinar og vöðva að gróa saman,“ segir Guðmundur á Facebook.
„Ég er formlega sameinaður gjafa mínum,“ bætir Guðmundur við og kveðst eiga skilið pönnukökur fyrir áfangann.
Guðmundur liggur enn inni á sjúkrahúsi í Lyon Í Frakklandi en hann vonast til þess að geta útskrifast af spítalanum í næstu viku. Eftir það mun taka við strangt endurhæfingarferli þar sem líkaminn mun venjast nýju höndunum.
Aðgerðin sem framkvæmd var þann 13. janúar er sögð einstök í sögu læknavísindanna en þetta var í fyrsta sinn sem slík aðgerð er framkvæmd í heiminum.