Guðmundur Felix Grétarsson birti myndskeið af sér á Instagram í gær þar sem hann er að spúla málningu af tröppuhandriði með háþrýstidælu.

„Ein ánægjulegasta páskahelgi sem ég hef átt í mjög langan tíma,“ skrifar Guðmundur við myndskeiðið.

Eins og sjá má lætur Guðmundur ekkert stöðva sig, og svarar ummælum við myndbirtinguna að hann hafi nánast fulla tilfinningu í höndunum, en hann gekkst undir tvöfalda handaágræðslu 14. janúar árið 2021.