Guðmundur Felix Grétarsson segist vera kominn með tilfinningu í höndina sem grædd var á hann í janúar. Hann deilir myndbandi á Facebook-síðu sína í kvöld þar sem móðir hans sést strjúka honum um handarbakið. Hann segist finna fyrir því.

Myndbandið má sjá hér að neðan, en ekkert hljóð er á því. Það má ætla að það tengist eitthvað líðan barnabarnsins í bakgrunni.

Endur­hæfingar­ferli Guð­mundar virðist ganga mjög vel en þann 14. janúar síðast­liðinn gekkst hann undir 14 tíma að­gerð þar sem tugir lækna unnu að því að græða á hann tvo hand­leggi. Nýverið deildi hann myndum af sér að faðma bæði dóttir sína í fyrsta sinn frá því að hún var þriggja mánaða og barnabörnin í fyrsta sinn.